Að hætta á nikótíni
Námskeiðið er byggt upp með fræðslu, slökun og eyrnanálastungu.
Eyrnanálastungan sem kallast NADA er meðferðarform sem notað er vð fíkn og léttir á fráhvarfseinkennum (sjá nánar).
Í fræðslunni er farið yfir helstu einkenni sem búast má við þegar hætt er að reykja eða öðrum nikótínlyfjum hætt. Eins er skoðað hvað fíkn er og frætt um fráhverfseinkenni.
Þar næst er kennd slökunartækni (mindfulness) þar sem kennt er að bregðast við þeirri líðan sem búast má við í fráhvörfum. Hjálpar sú aðferð fólki að líða betur, sjá hvað er að gerast í huga þess, gefa eftir og slaka á.
Námskeiðið fer fram tvisvar í viku, mánudögum og fimmtudögum milli kl. 17.30 og 18.30 og stendur yfir í þrjár vikur. Ekki er ætlast til að fólk hætti að reykja fyrr en í öðrum tíma, þ.e. á fimmtudegi í vikunni sem við byrjum. Að sjálfsögðu tökum við fagnandi á móti fólki sem er nýlega hætt.
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja hætta á níkótíni, hvort sem um er að ræða sígarettur, tyggjó eða önnur nikótínlyf.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Gunnar L Friðriksson, sjúkraliði og heilsunuddari og
Helena Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 10. janúar 2011.
Fyrirhuguð eru tvö önnur námskeið sem hefjast mánudaginn 7. febrúar
og mánudaginn 21. mars. Hvert námskeið stendur yfir í 3 vikur.
Námskeiðið er haldið að Skólavörðustíg 16, 3. hæð. Verð er 24.000 kr. og greiðist í byrjun fyrsta tíma.
Innifalið í námskeiðinu er mappa og slökunaræfingar (mindfulness) á disk sem
Oddi Erlingsson sálfræðingur leiðir.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Gunnari í síma 8220727. |