DAO NUDDSTOFA

NUDDSTOFA BÓLSTAÐARHLÍÐ 43, 105 REYKJAVÍK - SÍMI 822 0727
 






HEIM <<


NUDDNÁMSKEIÐ

GJAFABRÉF

NUDD DVD

MYNDIR

NÚVITUND - NÁMSKEIÐ


PÓSTUR


 




Nuddnámskeið á Selfossi haust 2022

Klassískt vöðvanudd
Í klassísku vöðvanuddi er kennt að nudda bak, háls, höfuð, fætur, hendur og andlit. Við æfum okkur í nuddforminu og hvernig við tengjumst nuddþeganum til að láta gott af okkur leiða.

Dagsetningar: Kennt verður einu sinni í viku í 6 vikur, 3 klst. hvert skipti milli kl. 16.30-19.30 hvert skipti. Byrjum mánudaginn 17. október. Verðið er 38.000 kr.

Innifalið í vöðvanuddsnámskeiðinu er kennslumyndband af nuddforminu, kennslumappa og olíubrúsi með ilmolíum.

Gunnar L. Friðriksson er menntaður heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands, lauk prófi 1995 og er einnig menntaður sjúkraliði. Hefur starfað jöfnum höndum við hvoru tveggja. Hefur haft námskeið í nuddi um árabil eða frá 2001 og einnig verið með námskeið í núvitund og er menntaður leiðbeinandi í þeim fræðum frá Mindfulness Association í Skotlandi.

Vert er að taka fram að námskeiðið er hugsað fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að nudda vini og vandamenn en námskeiðið gefur engin réttindi sem nýtast í atvinnuskyni.

Víða taka verkalýðsfélög þátt í kostnaði. Hafið samband til skráningar eða nánari upplýsinga í gunnar@dao.is eða í síma 8220727.