DAO NUDDSTOFA

NUDDSTOFA BÓLSTAÐARHLÍÐ 43, 105 REYKJAVÍK - SÍMI 822 0727
 






HEIM <<


NUDDNÁMSKEIÐ

GJAFABRÉF

NUDD DVD

MYNDIR

NÚVITUND - NÁMSKEIÐ


PÓSTUR


 

 


Núvitund í daglegu lífi – Selfossi haust 2022

Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast, á meðan það gerist, án þess að dæma það og með góðvild. Hægt er að þjálfa sig á kerfisbundinn hátt í því að vera meira hér og nú á líðandi stund.

Á námskeiðinu eru gerðar æfingar sem innnifela stuttar sitjandi hugleiðslur, líkamsskönnun (bodyscan) og gangandi hugleiðslu. Einnig verða gerðar æfingar í góðvild og kærleika. Þessar æfingar geta aukið skilning okkar á huganum og venjum hans og hjálpa okkur að sjá þær hindranir sem mögulega geta verið í veginum. Þátttakendur fá verkefni með sér heim og mælst er til að fólk æfi sig á milli helga.

Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við áskoranir og verkefni daglegs lífs. Þessi nálgun hefur verið notuð í áratugi í löndunum í kringum okkur með góðum árangri.

Um leiðbeinanda: Gunnar lærði sinn grunn í Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni í Reykjavík. Hann hefur farið reglulega frá árinu 2009 á hlédrög og námskeið hér heima og erlendis í núvitundarhugleiðslu, m.a. í Samye Ling, tíbetsku klaustri staðsettu í Skotlandi og hugleiðslusetri á Holy Island. Einnig hefur hann lokið viðurkenndu leiðbeinendanámskeiði frá Mindfulness Association í Skotlandi að undangenginni ársþjálfun og ástundun í núvitund og hefur haldið námskeið fyrir almenning um árabil.

Gunnar L. Friðriksson er menntaður heilsunuddari og sjúkraliði. Hann starfar sem heilsunuddari og leiðbeinandi í núvitund og er með nuddnámskeið fyrir almenning.

Staðsetning: Hellubakki 7, Selfossi.

Tími: Námskeiðið er sex skipti: Kennt á miðvikudögum milli kl. 16.30-18.30 hvern dag og hefst miðvikudaginn 12. október.

Verð: 38.000 kr. Stéttarfélög taka víða þátt í kostnaði. Innifalið er handbók og önnur gögn sem innihalda leiddar hugleiðslur.

Nánari upplýsingar: Gunnar@dao.is Sími: 8220727