DAO NUDDSTOFA

NUDDSTOFA LAUGAVEGI 59 - 4. HÆÐ (KJÖRGARÐUR) - SÍMI 822 0727
 


HEIM <<


NUDDNÁMSKEIÐ

GJAFABRÉF

NUDD DVD

MYNDIR

NÁLASTUNGUR OG GRASALÆKNINGAR

REYKINGANÁMSKEIÐ


NÚVITUND - NÁMSKEIÐ


HUGLEIÐSLUDISKURPÓSTUR


 

 


Núvitund í daglegu lífi

8 vikna lokað námskeið

Mánudagar kl. 16.10 -17.00
11. janúar – 29. febrúar

Verð 21.000kr.
Innifalið í verði er námshefti og 2 hugleiðsludiskar.

Þátttakendur fá 20 % afslátt af mánaðarkorti eða 10 tíma korti í Jógasetrinu.
Korthafar Jógasetursins fá 20 % afslátt af námskeiðinu.

Skráning á www.jogasetrid.is

Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast, á meðan það gerist án þess að dæma það á nokkurn hátt. Hægt er að þjálfa sig á kerfisbundin hátt í því að vera meira hér og nú.

Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund (mindfulness) ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við ákoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð á áratugi í löndum í kringum okkur með góðum árangri.

Leiðbeinandi: Gunnar L. Friðriksson
Gunnar hefur lokið leiðbeinendanámskeiði frá Mindfulness Association. Einnig farið reglulega á ýmis námskeið heima og erlendis í núvitundarhugleiðslu, m.a. í Samyeling, tíbetsku klaustri staðsettu í Skotlandi. Gunnar starfar nú sem heilsunuddari og sjukraliði. Undanfarin ár hefur Gunnar kennt hjá Hugleiðslu og friðarmiðstöðinni. Einnig á vegum Hjúkrunnarfélags Íslands og fyrir sjúkraliða.